Elín og Íris Tanja sameinaðar vegna seinkunar

Elín Eysteinsdóttir og Íris Tanja Flygenring eru fallegt par.
Elín Eysteinsdóttir og Íris Tanja Flygenring eru fallegt par. Skjáskot/Instagram

Seinkun á vél Elínar Ey söngkonu frá London til Portúgal reyndist vera lán í óláni. Seinkunin varð til þess að hún gat hitt kærustu sína Írisi Tönju leikkonu sem einnig var stödd í London á sama tíma. 

Þetta var kærkomið tækifæri fyrir parið að njóta lífsins saman en þær hafa báðar verið mikið á faraldsfæti undanfarið. Íris Tanja starfar sem flugfreyja meðfram leiklistinni og Elín Ey er nýkomin úr Eurovision reisunni. 

Eurovisi­on­hóp­ur­inn flaug til Kaup­manna­hafn­ar á leið sinni til Tórínó fyrir nokkrum vikum. Þá var Íris Tanja svo hepp­in að fá að fylgja kær­ustu sinni, El­ínu Eyþórs­dótt­ur, söng­konu og Eurovisi­on­syst­ur, áleiðis en hún var flugfreyja í fluginu. 

Það er dýrmætt fyrir pör að verja góðum tíma saman.
Það er dýrmætt fyrir pör að verja góðum tíma saman. Skjáskot/Instagram
mbl.is