Sýnir húðflúrin um borð í snekkju

Ireland Baldwin.
Ireland Baldwin. Skjáskot/Instagram

Ireland Baldwin, dóttir leikaranna Alec Baldwin og Kim Basinger, nýtur lífsins í fríi á Ítalíu um borð í snekkju. 

Þar er hún ásamt frændsystkinum sínum, börnum Stephen Baldwin föðurbróður sínum.

Hin 26 ára fyrirsæta er þakin húðflúrum og hefur verið ófeimin við að birta myndir af sér á sundfötunum. Baldwin er mjög opinská á samfélagsmiðlum og hefur verið dugleg að tjá sig um baráttu sína við kvíða og aðra andlega vanlíðan. Árið 2015 skráði hún sig í meðferð vegna andlegs áfalls.

mbl.is