Áhyggjulaus á flakki um heiminn

Rebel Wilson er áhyggjulaus á flakki um heiminn.
Rebel Wilson er áhyggjulaus á flakki um heiminn. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Rebel Wilson segist ekki hafa áhyggjur af því þó hún hafi bætt þremur kílóum á sig í sumarfríinu. Wilson hefur verið á stöðugu flakki í júní og heimsótti meðal annars Ísland. 

Wilson birti mynd af sér á baðfötum á sundlaugarbakkann um helgina. „Var að taka eftir því að ég bætti á mig þremur kílóum í frínu. Ég er á geggjuðu hóteli þar sem allt er innifalið, ég er búin að missa alla sjálfsstjórn,“ skrifaði Wilson og bætti við að hún ætlaði þó ekki að láta sér líða illa yfir því, það myndi ekki hjálpa neitt.

Leikkonan hefur verið opinská um þyngdartap sitt undanfarin ár.

„Ef þú ert eins og ég þá vil ég minna á að þú ert meira en bara hversu þung þú ert, þyngdin skilgreinir þig ekki, reyndu bara þitt besta til að vera heilbrigð og ekki láta þér líða illa,“ skrifaði Wilson. 

Wilson hefur birt hverja sólafrísmyndina á fætur annarri undanfarnar vikur en eftir Íslandsheimsókn sína fór hún til Tyrklands. Hún dvelur nú á Kaya Palazzo Golf Resort Belek sem er fimm stjörnu hótel í grennd við Antalya. 

View this post on Instagram

A post shared by Rebel Wilson (@rebelwilson)

View this post on Instagram

A post shared by Rebel Wilson (@rebelwilson)mbl.is