Teygði býfurnar upp í loft

Farþeginn teygði fótinn upp í loft.
Farþeginn teygði fótinn upp í loft. Skjáskot/TikTok

Söngkonunni Jade Thirlwall, sem er hvað þekktust fyrir að hafa verið í hljómsveitinni Little Mix, var heldur betur skemmt í flugvél á dögunum þegar einn farþeganna tók upp á því að teygja legg sinn upp í loftið. 

Thirlwall tók upp myndband af uppákomunni sem hefur vakið kátínu á Tiktok. Á myndbandinu er Thirlwall hlæjandi bak við grímu ásamt vinkonu sinni. Þegar hún snýr myndavélinni við má sjá að hverju þær hlæja. 

„Magnað sjónarspil í 38 þúsund feta hæð,“ skrifaði Thirlwall við myndbandið, sem hefur verið spilað yfir fimm milljón sinnum. 

Myndbandið hefur ekki bara vakið kátínu heldur hafa margir fordæmt atvikið og sagt að þeir myndu stökkva frá borði ef nokkuð svona kæmi upp í flugferð sem þeir væru í.

@jadethirlwall

Breath taking views at 38,000 ✨feet✨

♬ Only Time - Enya
mbl.is