Þakin drullu í brúðkaupsferðinni

Victoria's Secret-fyrirsætan nýtur sín í Brasilíu ásamt eiginmanni sínum.
Victoria's Secret-fyrirsætan nýtur sín í Brasilíu ásamt eiginmanni sínum. Skjáskot/Instagram

Victoria's Secret-fyrirsætan Lais Ribeiro gekk í það heilaga með eiginmanni sínum, Joakim Noah í heimalandi sínu, Brasilíu í síðasta mánuði. Nú eru Ribeiro og Noah stödd í brúðkaupsferð í Bahia, Brasilíu og hefur fyrirsætan deilt nokkrum myndum frá ævintýrum hjónanna sem virðast skemmta sér konunglega. 

Það er óhætt að segja að brúðkaupsferðin sé spennuþrungin, en á fyrstu myndinni má sjá hjónin hanga fram af háum fossi í öryggisbúnaði. Undir myndasyrpuna skrifaði fyrirsætan: „Eltum fossa í brúðkaupsferðinni.“

View this post on Instagram

A post shared by Lais Ribeiro (@laisribeiro)

Þau létu sér þó ekki nægja að hanga fram af háum fossi, en ef marka má myndirnar hafa þau notið sín við fallega fossa víða um Bahia. Að lokum birtu þau mynd af sér í leirbaði þar sem þau eru þakin leir frá toppi til táar og má segja að slíkt dekur sé hin fullkomna lending eftir háskafullan dag.

mbl.is