Guardian fjallar um Hrísey

Hrísey í Eyjafirði.
Hrísey í Eyjafirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Hrísey í Eyjafirði er lofsömuð á Guardian, en þar birtist á dögunum listi yfir ferðalög sem stóðu upp úr hjá lesendum miðilsins árið 2022. Greinina prýðir falleg mynd af eyjunni og hefst hún á umfjöllun um Hrísey eftir Paul Gamble. 

„Við heimsóttum lágreist þorp í Hrísey í hringferð okkar um Ísland. Eyjan er staðsett í Eyjafirði, í 20 mínútna fjarlægð með ferju frá Árskógssandi, norður af Akureyri sem er fjórði stærsti bær Íslands,“ skrifaði Gamble. 

Hann segist hafa gengið sex kílómetra eftir suðurhluta eyjunnar. „Það var tekið vel á móti okkur af íbúum eyjunnar sem við hittum, en fuglarnir voru stjörnur ferðarinnar. Rjúpur þrífst hér við ströndina - þær virtust nánast tamdar,“ bætti hann við. 

Gamble segir sögu eyjunnar sérlega heillandi og nefnir þar Hákarla-Jörund, forndráttarvélar og fiskhjalla. „Við fengum svo mikla tilfinningu fyrir gömlum lífsháttum hér.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert