Villu Escobars breytt í fimm stjörnu hótel

Ljósmynd/Booking.com

Einni af þeim fjölmörgu villum sem voru í eigu kólumbíska eiturlyfjabarónsins Pablos Escobars hefur nú verið breytt í fimm stjörnu lúxushótel. Casa Malca er staðsett á strönd Yucatán-skagans við Tulum í Mexíkó. 

Tæpum 20 árum eftir dauða Escobars árið 1993 keypti kólumbíski listasafnarinn og galleríeigandinn Lio Malca staðinn árið 2012. Malca endurnýjaði bygginguna og bjó til glæsilegt lúxushótel sem hann skreytti með verðmætum hlutum úr safni sínu. Þar á meðal eru verk eftir Keith Haring, KAWS og Marion Peck. 

Á hótelinu er fallegt hugleiðslurými, en talið er að rýmið hafi áður verið skotheld flóttagöng og felustaður fyrir eiturlyfjabaróninn. Þegar hótelið opnaði fyrst voru þar átta herbergi, en nú eru herbergin orðin 42 talsins. 

Hótelið er umvafið fallegum regnskógi og er vinsæll áfangastaður fyrir glæsilegar veislur og brúðkaup. Nóttin yfir sumartímann á hótelinu kostar frá rúmum 151 þúsund krónum upp í 285 þúsund krónur. 

Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
mbl.is