Svona færðu besta fótaplássið í flugi

Svona færðu meira pláss fyrir fæturna í flugvél án þess …
Svona færðu meira pláss fyrir fæturna í flugvél án þess að borga fyrir það. Ljósmynd/Pexels

Ferðabloggarinn Zachary Abel sýndi á dögunum fylgjendum sínum á TikTok hvernig hægt er að finna flugsæti með mesta fótaplássinu. Ráðið sem hann gaf er að nota viðbót við Google Chrome vafrann sem heitir LegRooms, en í henni er sía sem sýnir þér sæti í vélum sem eru með meira plássi fyrir fæturna en venjulega. 

Abel tók dæmi um flugferð frá Los Angeles í Bandaríkjunum til New York í október. Fékk hann upp flugferðir hjá þremur mismunandi félögum sem kostuðu svipað mikið. Með því að nota Legroom-viðbótina komst hann að því hvaða flugfélag bauð upp á besta plássið ókeypis. 

Viðbótin virkar aðeins með leitarvél Google, Google Flight, en hann benti líka fylgjendum sínum á að hægt væri að bera kolefnisfótspor flugferða saman inni í leitarvélinni.

Ráðin hafa notið mikilla vinsælda og hafa margir þakkað honum fyrir ráðið í athugasemdakerfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina