Breyttu gömlu fjósi í notalegan sumarbústað

Ljósmynd/Airbnb.com

Í sveitasælunni við Landscove í Englandi hefur gömlu fjósi verið breytt í afar notalegan sumarbústað, en hann var hannaður af arkitektinum Julie Boultby á fallegan máta. 

Í húsinu er mikið um djúpa tóna og náttúrulega áferð. Á neðri hæðinni eru steypt gólf sem tóna sérlega vel við kalkáferð veggjanna og timbrið sem prýðir loftið. Í stofunni má sjá glæsilegan arinn frá Kaupmannahöfn sem gefur rýminu sterkan svip.

Steypta eldhúsinnréttingin er sérsmíðuð, en í eldhúsinu má sjá undurfagrar dökkgrænar flísar í bland við græna kalkmálningu. Húsið rúmar tvo gesti hverju sinni, en þar er eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi. 

Á baðherberginu mætist mismunandi áferð, en þar eru steypt gólf og innrétting ásamt viðarklæddum veggjum og lofti í bland við mismunandi áferð steina. Í svefnherberginu gefa dökkgráir kalkveggirnir rýminu mikla ró ásamt hlýlegum lestrarkrók með útsýni yfir sveitina. 

Bústaðurinn er til útleigu á Airbnb, en þar kostar nóttin 206 Bandaríkjadali, eða tæplega 30 þúsund krónur. 

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is