Sáust á sama hóteli í París

Leonardo DiCaprio og Gigi Hadid sáust á sama hóteli í …
Leonardo DiCaprio og Gigi Hadid sáust á sama hóteli í París í síðustu viku. Samsett mynd

Leikarinn Leonardo DiCaprio og fyrirsætan Gigi Hadid sáust á sama hóteli í París í Frakklandi í síðustu viku. Stjörnurnar eru sagðar vera að stinga saman nefjum, en sambandið er þó ekki sagt vera komið á alvarlegt stig. TMZ greinir frá.

Sást fyrirsætan ganga glaðbeitt á svip inn á hótelið um klukkan tíu um kvöldið á fimmtudagskvöld eftir langan dag á tískuvikunni þar í borg. Skömmu seinna sást leikarinn ganga þar inn. 

Umrætt hótel er Royal Monceau, sem er fimm stjörnu hótel í 8. hverfi borgarinnar. Nóttin er ekki sú ódýrasta á því hóteli, en ódýrasta nóttin á næstu vikum kostar um 150 þúsund krónur. 

mbl.is