Bestu barir í heimi

Það er fátt betra en að drekka góða kokteila í …
Það er fátt betra en að drekka góða kokteila í útlöndum. Ljósmynd/Unsplash.com/Stanislav Ivanitskiy/

Listi yfir bestu bari í heimi árið 2022 var tilkynntur í vikunni. Besti barinn er í Barcelona en ekki New York eða London eins og vanalega. Margir elska að drekka góða kokteila í útlöndum og hér má lesa um staðina sem bjóða upp á þá allra bestu. 

Besti barinn heitir Paradiso sem er í El born-hverfinu í Barcelona. Ferðalangar í Barcelona hafa um marga góða bari að velja enda er ekki bara besti barinn í Barcelona heldur líka sá þriðji besti en það er barinn Sips sem er í götu sem liggur út frá hinni fjölförnu Avinguda Diagonal. Sá sjöunda besti er einnig í Barcelona og heitir Two Schmucks.

Cannaught Bar í í Myafair-hverfinu í London er í áttunda sæti en barinn var talinn sá besti bæði árið 2021 og 2020. 

Barinn Paradiso í Barcelona þykir sá besti.
Barinn Paradiso í Barcelona þykir sá besti. Ljósmynd/Paradiso

15 bestu

Hér má sjá topp 15 bari í heiminum í dag. 

1. Paradiso - Barcelona, Spánn. 

2. Tayer+Elementary - London, England.

3. Sips - Barcelona, Spánn.

4. Licoreria Limantour - Mexíkó-borg, Mexíkó. 

5. Little Red Door - París, Frakkland.

6. Double Chicken Please - New York, Bandaríkin. 

7. Two Schmucks - Barcelona, Spánn. 

8.Cannaught Bar - London, England. 

Cannaught Bar lenti í áttunda sæti en vermdi áður toppinn.
Cannaught Bar lenti í áttunda sæti en vermdi áður toppinn. Ljósmynd/Cannaught Bar

9. Katana Kitchen - New York, Bandaríkin.

10. Alquimico - Cartagena, Kólumbía.

11. Handshake Speakeasy - Mexíkó-borg, Mexíkó. 

12. Jigger & Pony - Singapore, Singapore. 

13. Hanky Panky - Mexíkó-borg, Mexíkó. 

14. BKK Social Club - Bangkok, Taíland.

15. Salmon Guru - Madríd, Spánn. 

Alls voru 100 frábærir barir útnefndir og má skoða listann í heild sinni hér.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert