Lík, föt fyrir Guðna eða ákavíti?

Hákon krónprins var með stóran bakpoka í göngu á miðvikudaginn. …
Hákon krónprins var með stóran bakpoka í göngu á miðvikudaginn. Með honum var meðal annars Guðni Th. Jóhannesson sem sést hér í fallegri lopapeysu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hákon krónprins Noregs var með mikið í bláa bakpokanum sínum þegar hann fór í gönguferð á Íslandi á miðvikudaginn með Guðna Th. Jóhannessyni. Lesendur ferðavefs mbl.is komu margir með sínar hugmyndir um hvað var eiginlega í stóra bakpokanum í athugasemdakerfi mbl.is á Facebook.

Eitthvað grunsamlegt og misnauðsynlegt

Hákon er sterklega byggður en var líklega ekki með manneskju í bakpokanum eins og einhverjir lesendur stungu uppá. Fólk var ansi hugmyndaríkt. 

„Niðursagað lík.“ 

„Konuna sína?“ 

„Mág sinn.“ 

„Sýnishorn af því litla sem eftir er af Grænlandsjökli held ég.“ 

„Morgunblaðið.“

„Krúnudjásnin.“

Matur og drykkur

Mörgum fannst líklegt að Norðmaðurinn væri með eitthvað gott nesti í norskum stíl. Það er nauðsynlegt að skola niður nestinu með góðum drykk og kom bæði bjór og ákavíti til greina hjá lesendum. 

„Appelsínur og Kvikk Lunsj súkkulaði, eins og sannur Norðmaður.“

„Bjór fyrir fylgdarliðið.“

„Vatn, hrökkbrauð, brúnost, Gilde pylsur, Idun tómatsósu, Kvikk Lunsj og sennilega neyðarblys....“

„Pinnekjött.“

„Norskt ákavíti.“

„Marmelaði samloku sennilega.“

Norðmenn borða Kvikk Lunsj.
Norðmenn borða Kvikk Lunsj. Mynd/wikipedia.org

Góðan útivistarbúnað

Aðrir höfðu orð á því að Hákon væri vanur útivistarmaður og væri líklega bara vel búinn. Hann væri mögulega með aukafatnað fyrir Guðna sem sást ekki með eigin bakpoka. 

„Sokka og vettlinga fyrir Guðna.“

„Fer vel útbúinn í ferðina, á meðan Íslendingurinn skellir sér bara í lopapeysu.“

„Norðmenn æða ekki í gönguferðir án þess að vera við öllu búnir sem gæti komið upp á í gönguferðum... annað en Íslendingar sem treysta á hjálpasveitir þegar þeir lenda í vanda.“

„Fötin hans Guðna.“

„Örugglega verið með eitthvað líka fyrir forseta vors þar sem hann var illa klæddur, bara í lopapeysu.“

„Norðmenn fara ekki út fyrir bæjarmörkin nema vel útbúnir og prinsinn er þaulvanur göngumaður.“

„Húfu, vettlinga, trefil og stormjakka fyrir Guðna og nesti handa þeim báðum. Það hlýtur að vera því Guðni er ekki með neinn bakpoka.“

Einhverjir telja að Hákon hafi verið með auka föt fyrir …
Einhverjir telja að Hákon hafi verið með auka föt fyrir Guðna forseta í bakpokanum sínum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is