Hvað var Hákon með í bakpokanum?

Hákon krónprins var með stóran bakpoka en Guðni var hress …
Hákon krónprins var með stóran bakpoka en Guðni var hress í lopapeysu. Kristinn Magnússon

Hákon krónprins var vel búinn þegar hann fór í fjallgöngu með Guðna Th. Jóhannessyni forseta og fríðu föruneyti. Hann var í útivistarfötum frá toppi til táar og bar auk þess stóran bakpoka. Guðni var hins vegar þjóðlegur í skyrtu og ullarpeysu sem hann hefur áður sést í.

Stóri blái bakpokinn sem Hákon bar er frá þýska merkinu Ortovox og sat vel á mjöðmum prinsins. Hákon er vanur útivistarmaður og duglegur að skella sér á skíði í Noregi. Eftir því sem ferðavefur mbl.is kemst næst var Hákon einmitt með 40 lítra skíðapoka á bakinu.  

Prinsinn virðist hafa verið við öllu búinn þar sem mikið var í bakpokanum. Ekki er vitað hvort Hákon hafi borið farangur Guðna forseta en Guðni Th. var ekki myndaður með bakpoka í göngunni. Guðni gæti líka verið meiri vasamaður en töskukall. 

Hákon krónprins gengur að Stóra-Hrúti ásamt Guðna forseta, Kristínu Jónsdóttur …
Hákon krónprins gengur að Stóra-Hrúti ásamt Guðna forseta, Kristínu Jónsdóttur eldfjallafræðingi mbl.is/Kristinn Magnússon

Krist­ín Jóns­dótt­ir, hóp­stjóri nátt­úru­vár­vökt­un­ar hjá Veður­stofu Íslands, gekk með þeim Hákoni og Guðna og bar töluvert minni bakpoka en norski prinsinn. Hún var með bakpoka frá 66°Norður sem er 15 lítrar. 

Bakpoki Hákons prins er frá merkinu Ortovox.
Bakpoki Hákons prins er frá merkinu Ortovox.
mbl.is

Bloggað um fréttina