Breyttu gömlum vagni í draumabústað

Ljósmynd/Airbnb.com

Í Norfolk-sýslu á Englandi má finna notalegan sumarbústað umvafinn fallegri náttúru. Bústaðurinn, sem er gamall vagn, hefur nú fengið yfirhalningu og verið breytt í sannkallaðan lúxusbústað með skandinavískum blæ. 

Í sumarhúsinu finnurðu allt sem þarf fyrir notalega helgi í sveitinni, en þar er fullbúið eldhús, baðherbergi og svefnherbergi ásamt notalegu alrými með arineldi.

Ljóst er að mikið hefur verið lagt upp úr fagurfræði þegar bústaðurinn var innréttaður, en náttúruleg efni eins og timbur og hör eru áberandi í húsmunum. Fyrir utan bústaðinn hefur sólpalli verið komið fyrir, en þar er að finna eldstæði og fallega stóla. 

Bústaðurinn er ekki stór, en það er einmitt það sem gerir hann enn notalegri. Hann er því fullkominn fyrir tvo gesti, en hægt er að leigja hann á Airbnb. Nóttin í desember kostar um 204 bandaríkjadali, rúmlega 29 þúsund krónur.

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is