Mætti með rauðan varalit í brekkuna

Söngkonan Jessica Simpson mætti með stæl í skíðabrekkurnar í Aspen.
Söngkonan Jessica Simpson mætti með stæl í skíðabrekkurnar í Aspen. Skjáskot/Instagram

Söngkonan og fatahönnuðurinn, Jessica Simpson, fór nýverið í skíðaferðalag þar sem hún naut vetrarparadísarinnar í Aspen, Bandaríkjunum til hins ýtrasta. Það er ekki við öðru að búast af dívunni en að hún mæti vel útbúin í brekkuna, en hún skíðaði niður snæviþaktar brekkurnar í glæsilegum rauðum snjógalla með rauðan varalit í stíl. 

Við rauða snjógallann var Jessica með loðhúfu og sólgleraugu með umgjörð sem þakin er demöntum, en það er óhætt að segja að hún sé með vetrartískuna alveg á hreinu. 

Með Jessicu í ferðalaginu var eiginmaður hennar, Eric Johnson, og börnin þeirra þrjú, ásamt systur hennar, Ashlee Simpson, eiginmanni hennar og börnunum þeirra þremur. Þá voru foreldrar systranna einnig með í ferðinni og því óhætt að segja að það hafi verið mikið stuð hjá fjölskyldunni. 

Hún var dugleg að birta myndir af fjölskyldunni í snjónum, en af myndum að dæma skemmtu þau sér vel á röltinu um Aspen. 

mbl.is