Er ókurteisi að halla sætinu sínu í flugi?

Við spurðum og þið svöruðuð!
Við spurðum og þið svöruðuð! Samsett mynd

Meirihluta lesenda mbl.is er fylgjandi því að halla sætinu í flugi.

Þetta sýnir að minnsta kosti afar óformleg könnun sem gerð var á Twitter í gær, í kjölfar umfjöllunar um að hallanleg flugsæti gætu verið á útleið í flugvélum sem fljúga að mestu stuttar flugleiðir.

65,8% þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðu að það væri hið eðlilegasta mál að halla sætinu, á meðan 34,2% sögðu það vera argasta dónaskap, en alls kusu á fjórða hundrað manns.

Umræðan um hallanleg flugsæti hefur á tíðum verið eldfim, ekki bara á netinu, heldur einnig um borð og mörg rifrildi kviknað út frá þeim.

mbl.is