Flaug hálfa leið til Nýja-Sjálands og aftur til baka

Vél Emirates sneri við yfir Indlandshafi.
Vél Emirates sneri við yfir Indlandshafi. AFP

Farþegar á leið til Nýja-Sjálands frá Dúbaí urðu ansi vonsviknir þegar vélinni var snúið við eftir sex og hálfrar klukkustunda flug. Það eina sem tók við var ferðin til baka aftur til Dúbaí.

Vanalega tekur um sextán klukkustundir að fljúga milli Dúbaí og Auckland en ákvað flugstjóri Emirates í flugi EK448 að snúa til baka þegar vélin var yfir miðju Indlandshafi. Ástæðan var mikil flóð og vonsku veður á flugvellinum í Auckland.

Hér má sjá kort af flugleið vélarinnar.
Hér má sjá kort af flugleið vélarinnar. Kort/FlightRadar24

Flugáhugamaður nokkur, Robbie Wood, tók eftir athyglisverðri U-beygju vélarinnar og vakti athygli á henni á Twitter.

„Við erum að horfa á um 13,5 tíma flug frá Dúbaí til Dúbai,“ skrifaði Wood við skjáskot af FlightRadar25.

mbl.is