Töfrandi eyjur finnast víðsvegar um heiminn, en þær eru margar hverjar vinsælir áfangastaðir ferðamanna sem dreymir um að upplifa stórkostlegt landslag, framandi menningu og alvöru afslöppun við hafið.
Nýverið kusu lesendur Condé Nast Traveller bestu eyjur Evrópu árið 2022, en á listann komust þær eyjar sem hlutu hæsta ánægjuskorið.
1. Ibiza á Spáni
Ibiza er himneskur áfangastaður í Miðjarðarhafinu, en eyjan er staðsett vestur af Majorka og tilheyrir Spáni. Eyjan er þekkt fyrir fallegt landslag og spennandi næturlíf, en hún var valin besta eyja Evrópu með skorið 88.54.
2. Krít á Grikklandi
Krít er stærsta gríska eyjan og jafnframt sú fimmta stærsta í Miðjarðarhafinu. Á eyjunni mætist stórkostlegt landslag og spennandi matarmenning. Eyjan var valin önnur besta eyja Evrópu með skorið 86.48.
3. Sardinía á Ítalíu
Ítalska eyjan Sardinía er næststærsta eyja Miðjarðarhafs. Eyjan þykir með þeim fegurstu í heiminum, enda þekkt fyrir töfrandi hvítar strendur og tæran sjó. Eyjan var valin þriðja besta eyja Evrópu með skorið 86.04.
4. Mykonos á Grikklandi
Mykonos á Grikklandi er þekkt fyrir sjarmerandi hvítar byggingar og fallegt landslag, en þar þykir næturlífið einnig með því betra. Það er margt spennandi að gera og sjá á eyjunni, en hún var valin fjórða besta eyja Evrópu með skorið 85.26.
5. Sikiley á Ítalíu
Sikiley er stærsta eyja Ítalíu og jafnframt stærsta eyjan í Miðjarðarhafinu. Eyjan hefur merka sögu, en fornleifar benda til þess að eyjan hafi verið byggð um 12 þúsund árum fyrir Krist. Á eyjunni er stærsta virka eldfjall Evrópu, eldfjallið Etna, sem er þar að auki eitt virkasta eldfjall heims. Sikiley var valin fimmta besta eyja Evrópu með skorið 83.48.