Annasamt sumar fram undan

Milljónir heimsækja Louvre listasafnið á ári hverju.
Milljónir heimsækja Louvre listasafnið á ári hverju. AFP

Ferðasérfræðingurinn Rick Steves segir að árið 2023 verði afar annasamt ferðaár. Fólk má búast við miklum mannfjölda á öllum helstu ferðamannastöðum. 

„Fólk verður að virða það að það verður mikill mannfjöldi í Evrópu í sumar. Þeir ferðamenn sem eru illa undirbúnir þurfa að sætta sig við langar raðir til þess að sjá helstu kennileitin. Til þess að tryggja að sem minnstum tíma sé varið í röð fyrir utan safn og sem mestum tíma inni þá er best að skipuleggja sig vel fram í tímann,“ segir Steves sem hefur skrifað margar leiðsögubækur og lóðsar fólk vítt og breitt um Evrópu. 

„Fólk flykkist yfirleitt á sömu fornfrægu staðina og þá er betra að hafa bókað sér ákveðinn tíma. Margir staðir tóku upp bókanakerfi í heimsfaraldrinum og hafa haldið því fyrirkomulagi áfram til þess að stýra aðsókninni. Gott er að vera búinn að kynna sér hvar þarf að bóka tíma.“

„Í Amsterdam þarf til dæmis að bóka fyrir fram í Anne Frank-húsið, Van Gogh-safnið og svo Ríkislistasafnið. Svo er gott að vera með bókun á einum flottum veitingastað. Allt annað reddast svo. Og það er gott að gera ráð fyrir sveigjanleika ef eitthvað spennandi tækifæri býðst. Ekki bóka borð fyrir hvert einasta kvöld. Betra er að rölta um hverfið og finna einhvern stað sem virkar minna túristalegur,“ segir hann.

„Stundum eigum við það til að vera of skipulögð og það tekur ánægjuna úr ferðalaginu.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert