Í sjokki yfir háu matvöruverði á Íslandi

Ella Marie kannaði matvöruverð á Íslandi í TikTok-myndbandi sínu.
Ella Marie kannaði matvöruverð á Íslandi í TikTok-myndbandi sínu. Samsett mynd

Fyrir nokkrum vikum birti Ella Marie TikTok-myndband frá Íslandsferð sinni þar sem hún kannaði hve dýrt það er að versla í matinn á Íslandi. Myndbandið hefur vakið mikla athygli og hafa margir furðað sig háu matvöruverði á Íslandi.

„Ég er nýkomin til Íslands sem er talið með dýrustu löndum heims. Ég er á leiðinni í búðina og ætla að sýna ykkur hvað allt kostar og við munum sjá hvort það sé í raun eins dýrt hér og allir segja að það sé,“ segir Marie í byrjun myndbandsins. 

Marie tók áhorfendur með sér í íslenska matvöruverslun og skoðaði nokkrar klassískar matvörur. Á skjánum birti hún verðið í íslenskum krónum, bandaríkjadölum og sterlingspundi. 

„Þetta er bókstaflega bilun“

Fyrst skoðar Marie verð á samloku sem kostar í versluninni 1.179 krónur, eða rúmlega sjö sterlingspund og 8,67 bandaríkjadali. Því næst tekur hún 500 g öskju af bláberjum sem kosta í versluninni 1.749 krónur, eða 10,41 sterlingspund og 12,86 bandaríkjadali. Tvö mangó kosta svo 999 krónur eða 5,95 sterlingspund og 7,35 bandaríkjadali. 

Því næst tekur Marie upp kornflexhjúpaðar kjúklingalundir og fær hreinlega sjokk yfir því hvað þær kosta. „Ég er nýbúin að skoða hversu mikið þessir fjórir kjúklingabitar kosta ... 35 sterlingspund ... þetta er bókstaflega bilun,“ sagði hún, en pakkinn kostar í versluninni 5.899 kr eða 43,37 bandaríkjadali. 

„Það er nokkuð margt hér sem er reyndar ekki svo slæmt og ég skil vel að það þurfi að flytja allar vörurnar inn og þess vegna eru þær svona dýrar ... en vá ... ,“ sagði hún.

Fylgjendur hennar virtust í álíka miklu sjokki og hún yfir verðinu á kjúklingnum, en þá voru nokkrir sem bentu henni á að hún hefði farið í Krambúðina og ætti frekar að gera verðsamanburð í lágvöruverslunum.

@ellamarietravels Let’s see how much things really cost in Iceland🫢🇮🇸 Let me know if you wanna see more videos like this while im in Iceland!! #iceland #icelandtravel #howexpensiveisiceland #icelandcost #budgetiniceland #icelandvlog ♬ Au Revoir - Sweet After Tears
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert