Ferðabloggari lýsir „hamfaraferð“ sinni til Íslands

Kanadíski ferðabloggarinn Amy stefnir á að snúa aftur til Íslands, …
Kanadíski ferðabloggarinn Amy stefnir á að snúa aftur til Íslands, tæplega sjö árum eftir að hafa átt ansi ömurlega upplifun hér á landi vegna hræðilegs ferðafélaga sem reyndi að ráðast á hana. Samsett mynd/Instagram

Kanadíski ferðabloggarinn Amy stefnir á að snúa aftur til Íslands, tæplega sjö árum eftir að hafa átt ansi ömurlega upplifun hér á landi vegna hræðilegs ferðafélaga sem reyndi að ráðast á hana.

Hún deildi á dögunum færslu á Instagram, þar sem hún er með hátt í 24 þúsund fylgjendur, og lýsti „hamfaraferð“ sinni til Íslands fyrir tæplega sjö árum.

Eftir sambandsslit var hún hrædd við að ferðast ein þar sem hún hafði aldrei gert það áður. Hún ákvað því að bjóða öllum þeim sem hún gæti hugsað sér að vera með.

„Að lokum var eina manneskjan sem var á lausu stelpa sem ég vann með á veitingastað,“ skrifaði hún á Instagram í vikunni. „Við vorum kunningjar og vinnufélagar en ekki beint bestu vinkonur,“ sagði Amy á Instagram.

Kýldi hótelstarfsmann í andlitð

Eftir að hafa lent á Íslandi sagðist Amy hafa tekið eftir því að ekki væri allt með felldu hjá ferðafélaganum þegar hún var að drekka. Hún heldur því fram á Instagram að fyrstu nóttina á Íslandi hafi ferðafélaginn verið handtekinn af sex eða sjö lögreglumönnum á farfuglaheimilinu þeirra.

Hafði konan þá greinilega gengið berserksgang um hótelið, reynt að ráðast á Amy og kýlt hótelstarfsmann í andlitið.

Amy ákvað því að losa sig við þessa konu en sem betur fer eignaðist hún aðra ferðafélaga á farfuglaheimilinu og ferðaðist með þeim um landið.

„Brjálæðislega vandræðalegt“ flug heim

„Ég áttaði mig á því að þú þarft að vera varkár með hverjum þú ferðast með og stundum er besta fólkið til að ferðast með algjörlega ókunnugir frá farfuglaheimilunum þínum,“ sagði hún á Instagram.

Hvað varðar hræðilega ferðafélagann þá þurftu þær samt að fljúga heim saman, sem Amy sagði að væri „brjálæðislega vandræðalegt“.

Nú skipuleggur Amy sína eigin hópferð aftur til Íslands á næsta ári.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert