Flugmaður fékk magnaða ljósasýningu norður af Íslandi

Útsýnið var afar magnað.
Útsýnið var afar magnað. Samsett mynd

Á dögunum birti flugmaður nokkur myndir af ótrúlegum norðurljósum sem hann sá á ferðalagi sínu norður af Íslandi. Myndirnar hafa vakið mikla lukku enda er um að ræða magnað sjónarspil.

Flugmaðurinn sem kemur undir notendanafninu Miami Rick á miðlinum X, áður Twitter, birti myndir úr flugstjórnaklefanum af ótrúlegri ljósadýrð sem hann varð vitni að.

„Ég flaug í gegnum heimskautabauginn vel norðan við Ísland í gærkvöldi og ég verð að segja að þetta er besta ljósasýning sem við höfum fengið á þessu tímabili hingað til,“ skrifaði hann við myndir af mögnuðum norðurljósum. mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert