Einstök jólastemning í Lapplandi

Lappland er ólíkt öllum öðrum stöðum.
Lappland er ólíkt öllum öðrum stöðum. Samsett mynd

Lappland, stærsta og nyrsta hérað Finnlands, minnir helst á atriði úr klassískri jólamynd. Héraðið er snævi þakið frá nóvember til maí og ferðast því margir bæjarbúar um á sleða.

Í Lapplandi er daglegt brauð að rekast á hreindýr, en dýrin ráfa um göturnar og gleðja bæði gangandi og akandi vegfarendur. Héraðið hefur í fjölda ára heillað unnendur jólanna en margir heimsækja hið geysivinsæla jólasveinaþorp, Santa Claus Village, í Rovaniemi, stærstu borg Lapplands. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert