Hvað tákna norðurljósin?

Norðurljósin heilla marga og margar sögur eru til um merkingu …
Norðurljósin heilla marga og margar sögur eru til um merkingu þeirra. Eggert Jóhannesson

Í menningu frumbyggja búa norðurljósin yfir ýmis konar merkingu sem áhugavert er að kynna sér. Blaðamaður Travel&Leisure tók saman helstu goðsagnirnar um norðurljósin.

„Í Kanada eru yfir fimmtíu mismunandi þjóðir frumbyggja, öll með eigið tungumál. Allar eiga þær sögur um norðurljós. Bobby Drygeese er úr Yellowknives og ólst upp hlustandi á mjög ólíkar sögur um norðurljós. Eina úr móðurætt og aðra úr föðurætt,“ segir í umfjölluninni.

„Foreldrar mínir eru frá ólíkum svæðum og þó þau væru úr sama ættbálki þá eru goðsagnirnar ólíkar. Móðurafi og amma sögðu mér að norðurljósin væru forfeður okkar að dansa uppi á himni. Þegar norðurljósin eru hvað skærust þá merkir það að þau eru ánægð að sjá okkur og sjá hvernig við lifum lífi okkar,“ segir Drygeese.

Málin flækjast þó þegar kemur að frásögnum úr föðurættinni.

„Sagan segir að ungur strákur sem notaði norðurljósin til þess að rata hafi endað með að verða mjög hæfileikaríkur heilari. Með norðurljósin að leiðarljósi náði hann að ferðast vítt og breitt þangað sem fólk átti við veikindi að etja og hann gat hjálpað þeim. Þegar það varð svo skýjað þá festist hann hinum megin við ána. Þegar norðurljósin skinu aftur þá komst h ann heim til sín og sagði foreldrum sínum frá ævintýrum sínum. Þá áttuðu foreldrarnir hans að þarna væri á ferðinni mikilvægur heilari. Það veit því á gott að sjá norðurljós. Maður getur átt von á hinu óvænta.“

 Þá hafa frumbyggjar verið að nota norðurljós sem leið til þess að rata í þúsundir ára. Auk þess sem margir trúa að norðurljós tákni endurnýjun og andans mál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert