Frankie er ferðaglaðasta geit í heimi

Alltaf á ferðinni!
Alltaf á ferðinni! Skjáskot/IMDb

Geitin Frankie er án efa ein vinsælasta geitin á samfélagsmiðlum. Hún öðlaðist frægð fyrir að ferðast vítt og breitt um Bandaríkin ásamt eigendum sínum, hjónunum Chad og Cate Battles. Frankie hefur heimsótt í það minnsta 25 fylki og ferðast vel yfir 25.000 kílómetra. 

„Í upphafi vissum við ekki hvernig hún ætti eftir að standa sig í öllum þessum ferðalögum,“ sagði Cate við blaðamann CNN Travel. „En hún elskaði þetta um leið. Frankie er frábær ferðafélagi.“

Cate eignaðist ferðaglöðu geitina fyrir mörgum árum, en hana hafði lengi dreymt um að eignast geit. Góðvinur hennar fór því með hana í heimsókn á bóndabýli í Tennessee og gaf henni dýrið að gjöf, sem er í dag dýrmætur hluti fjölskyldunnar. 

Í gegnum árin hefur Frankie safnað dyggum hópi fylgjenda á Instagra, en yfir 20.000 manns fylgjast með ævintýrum geitarinnar og Battles-hjónanna. „Hún á fylgjendur í öllum heimsálfum nema einni. Ég verð að finna einhvern á Suðurskautslandinu sem hefur áhuga á að fylgja Frankie.“

Fyrir örfáum vikum varð Frankie „stóra systir“ en hjónin tóku að sér hundinn Cornelius Oliver og hefur geitin nú nýjan ferða- og leikfélaga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert