Fagnaði stórafmæli móður sinnar á lúxushóteli í sveitinni

Fanney Ingvarsdóttir er vel þekkt fyrir fallegan og klassískan stíl.
Fanney Ingvarsdóttir er vel þekkt fyrir fallegan og klassískan stíl. Samsett mynd

Fanney Ingvarsdóttir, markaðsfulltrúi Bioeffect og fyrrverandi fegurðardrottning, fagnaði stórafmæli móður sinnar, Önnu Kristborgar Svanlaugsdóttur, á dögunum og það með sannkölluðum glæsibrag. Mæðgurnar héldu á Hótel Geysi þar sem þær áttu dásamlega dekurstund. Móðir Fanneyjar fagnaði 60 ára afmæli sínu ásamt dætrum sínum þremur. 

Fanney sem heldur úti vinsælli Instagram-síðu birti myndskeið frá ferðinni sem sýnir mæðgurnar njóta alls þess sem hótelið býður upp á og þá fallegu náttúruumgjörð sem umvefur það. Hún sýndi einnig frá vinsælum veitingastað hótelsins, en mæðgurnar brögðuðu á dýrindis kræsingum frá þessum fyrsta flokks a la carte-veitingastað. 

„Sannkölluð drauma mæðgnaferð í tilefni af 60 ára afmæli mömmu sætu,“ skrifaði Fanney við færsluna.

Hótelið sem opnaði árið 2019 býr yfir 77 rúmgóðum herbergjum og sex lúxussvítum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert