Flugfreyja mælir með vatnsflöskuráðinu

Esther Sturrus er flugfreyja sem lumar á mörgum góðum ráðum.
Esther Sturrus er flugfreyja sem lumar á mörgum góðum ráðum. Skjáskot/Instagram

Flugfreyjan Esther Sturrus hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir góð og snjöll ráð sem nýtast á ferðalögum. 

Vinsælasta ráðið er hið svokallaða vatnsflöskuráð sem felur í sér að láta vatnsflösku rúlla undir rúm á hótelherbergjum. Þetta er gert til þess að ganga úr skugga um að ekki leynist óboðinn gestur undir rúminu. Á þetta sérstaklega við um hótelherbergi sem eru á jarðhæð en auðveldar er að komast inn í þau. 

Með þessu er hægt að forðast það að þurfa að kíkja sjálfur undir rúm og horfast í augu við einhvern glæpamann. Rúlli flaskan ekki undan rúminu hinum megin ætti maður kannski að forða sér og kalla á starfsmenn hótelsins. Fleiri myndbönd með góðum ráðum má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert