Eva Laufey flúði veturinn og bolludaginn

Eva Laufey Kjaran.
Eva Laufey Kjaran. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á meðan flestir Íslendingar borðuðu á sig gat af rjómabollum gerði bakstursdrottningin Eva Laufey Kjaran vel við sig á sólarströnd. 

„Mögulega besti mánudagur ársins, að minnsta kosti hingað til,“ skrifaði Eva Lafuey á Instagram. Ástæðan var líklega ekki bolludagurinn þar sem Eva Laufey birti mynd af dætrum sínum róla sér á ströndinni.

Eva Laufey flúði þó ekki bolludaginn alveg en hún tók forskot á sæluna viku fyrir bolludaginn. 

Fjölmargir Íslendingar dvelja nú í sólinni þar á meðal á spænsku eyjunni Tenerife. Eva Laufey er meðal þeirra Íslendinga sem þekkir eyjuna vel. Hún hefur meðal annars dvalið á eyjunni fögru um jól. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert