Hélt upp á afmælið í einkaþotu

Paris Hilton og Carter Reum.
Paris Hilton og Carter Reum. AFP

Paris Hilton hélt upp á 43 ára afmælið sitt á dögunum með eftirminnilegum hætti. Hún lét skreyta einkaþotu með blöðrum og afmælismúffum og fór í ferðalag með eiginmanni og syni sínum Pheonix.

Hilton deildi myndum af uppátækinu á samfélagsmiðlum og gleymdi ekki að minnast þess hversu þakklát hún væri fyrir allt það góða í lífinu og hvað árið hefur verið lærdómsríkt en Hilton eignaðist tvö börn með stuttu millibili með aðstoð staðgöngumóður.

Ekki kom fram hvert þessi unga fjölskylda var að fara í afmælisferð en fjölmiðlar giska á París í Frakklandi en á einni myndinni sást pakki frá tískuhúsinu Chanel.

Fjölskyldan virðist afar hamingjusöm og kann að njóta lífsins.
Fjölskyldan virðist afar hamingjusöm og kann að njóta lífsins. Skjáskot/Instagram
Pheonix tekur sig vel út í einkaþotunni.
Pheonix tekur sig vel út í einkaþotunni. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert