Ráð til að finna bestu svæðin um borð

Margir vilja næði um borð í skemmtiferðaskipum.
Margir vilja næði um borð í skemmtiferðaskipum. Unsplash.com/Ben O Bro

Oft er mikil mannmergð um borð í skemmtiferðaskipum og erfitt að njóta sín til fulls.

Ferðasérfræðingur gefur lesendum The Sun góð ráð um hvernig best sé að nýta plássið um borð í skemmtiferðaskipum. 

„Þeir sem vilja meira næði og rými ættu að panta sér dýrari týpuna af herbergjum. Slík herbergi veita oft aðgang að einkasvæðum. Þá þarf ekki að keppa um sólbekki og stundum er jafnvel hægt að hafa sinn eigin sólpall fyrir utan herbergið,“ segir Scott Laird í viðtali við The Sun. „Þá fær maður líka stundum aðgang að öðrum veitingastöðum, sundlaugum og börum sem aðrir hafa ekki aðgang að.“

„Stundum er hægt að bóka sólbekki gegn vægu gjaldi. Það er misjafnt hvaða þjónustu skipin bjóða upp á hvað þetta varðar.“

„Loks ætti fólk að skoða sig um og finna bestu svæðin sem henta þeirra þörfum best. Þarfir fólks eru misjafnar. Sumir vilja rólegan bar og aðrir vilja vinsæla veitingastaði. Þegar maður kynnir sér skipið þá er auðveldara að finna það sem hentar.“

„Ekki hika við að tala við áhöfnina. Þau búa á skipinu mánuðum saman og þekkja það inn og út.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert