Lygarnar halda henni öruggri á ferðalögum

Það þarf oft að ljúga á ferðalögum. Sérstaklega þegar konur …
Það þarf oft að ljúga á ferðalögum. Sérstaklega þegar konur eru einar á ferð. Ljósmynd/Pexels/Te lensFix

Rebecca Tribelhorn segist ekki hika við að ljúga á ferðalögum til þess að tryggja öryggi sitt þegar hún er ein á ferð. Hún hvetur aðrar konur sem ferðast einar að tileinka sér það að ljúga og treysta innsæi sínu.

„Það er alltaf verið að spyrja mann hvort maður sé einn á ferð. Oftast er fólk bara forvitið og vill kynnast þér en það er betra að vera með varann á. Ég segi alltaf að ég sé að hitta einhvern, vin eða maka,“ segir Tribelhorn í viðtali við Daily Mail.

Gott að vera með giftingarhring

„Flestir virðast halda að þær konur sem ferðast einar séu á höttunum eftir rómantík. Sumir geta raunverulega ekki skilið að manni finnist gaman að ferðast einn og halda að maður sé að bjóða upp á eitthvað ástarævintýri. Þá finnst mér best að segjast eiga kærasta eða eiginmann. Þá er maður látinn vera. Það virkar ekki jafnvel að segjast vilja vera í friði. Þá getur verið gott að ganga um með giftingarhring til öryggis.“

Ljúga til um enskukunnáttu

„Maður á aldrei að segja hvar maður gistir. Það er mjög mikilvægt að eiga sér öruggan stað til þess að fara á. Þá á maður alltaf að virðast vera með á hreinu hvert maður er að fara. Ef maður er týndur þá er best að leita ráða inni á veitingastað. Ef ókunnugir koma upp að manni þá á maður að segjast þekkja svæðið og að maður hafi margoft verið hér.“

„Besta lygin mín er samt að þykjast ekki tala ensku. Þá kemst maður hjá því að þurfa að tala við fólk á mjög kurteisan hátt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert