Dreymir þig um að upplifa alvöru kúrekastemningu?

Dreymir þig um að heimsækja Texas í Bandaríkjunum?
Dreymir þig um að heimsækja Texas í Bandaríkjunum? Samsett mynd

Á undanförnum vikum hefur sannkallað kántrí- og kúrekaæði tekið yfir. Æðið virðist þó hafa náð nýjum hæðum þegar Beyoncé gaf út tvö lög af væntanlegri kántríplötu sinni, þar á meðal lagið Texas Hold 'Em sem hefur verið að gera allt vitlaust. 

Ferðavefur mbl.is tók því saman nokkur falleg hús sem eru til útleigu á Airbnb í Texas fyrir ferðaþyrsta fagurkera sem langar að upplifa alvöru kúrekastemningu beint í æð.

Hönnunarperla í Dallas

Í um fimm mínútna akstursfjarlægð frá miðbæ Dallas í Texas er að finna sannkallaða hönnunarperlu sem er fullkomin fyrir þá sem vilja upplifa sveitastemningu í borg. Húsið er umvafið fallegum garði og hefur verið innréttað á afar sjarmerandi máta, en það er hönnunarhúsið Create Atelier sem á heiður af húsinu.

Húsið rúmar tvo næturgesti en þar er eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi. Nóttin í byrjun júlí kostar 157 bandaríkjadali, eða sem nemur tæplega 22 þúsund krónum á gengi dagsins. 

Húsið er fallega hannað bæði að innan og utan.
Húsið er fallega hannað bæði að innan og utan. Ljósmynd/Airbnb.com
Skandinavísk hönnun er vinsæl víða, en hér má sjá Y-stóla …
Skandinavísk hönnun er vinsæl víða, en hér má sjá Y-stóla úr smiðju danska arkitektsins Hans J. Wagner. Ljósmynd/Airbnb.com
Baðherbergið er fallegt og bjart með stórum glugga.
Baðherbergið er fallegt og bjart með stórum glugga. Ljósmynd/Airbnb.com

Notalegur bústaður í Waco

Þessi fagri bústaður er staðsettur í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá miðbæ Waco í Texas. Ró og notalegheit eru í forgrunni í húsinu sem var hannað af Chip og Joanna Gaines.

Í húsinu eru eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi og rúmar það því tvo næturgesti hverju sinni. Í byrjun júlí kostar nóttin í húsinu 456 bandaríkjadali, eða tæplega 63 þúsund krónur.

Ljósir tónar eru í forgrunni í húsinu.
Ljósir tónar eru í forgrunni í húsinu. Ljósmynd/Airbnb.com
Fallegir munir prýða eignina og skapa notalega stemningu.
Fallegir munir prýða eignina og skapa notalega stemningu. Ljósmynd/Airbnb.com
Eignin er ekki síður falleg að utan.
Eignin er ekki síður falleg að utan. Ljósmynd/Airbnb.com

Lúxushús með hengirúmi og útibaðkari

Í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Austin í Texas stendur sannkallað lúxushús á fallegri 80 hektara lóð. Húsið einkennist af nútímalegri og minimalískri hönnun með lúxus yfirbragði, en skemmtilegt hengirúm og glæsilegt útibaðkar setja punktinn yfir i-ið.

Húsið er fullkomið fyrir tvo gesti, en þar er eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi. Nóttin í byrjun júlí kostar 369 bandaríkjadali, eða sem nemur tæplega 51 þúsund krónum. 

Minimalísk hönnun einkennir eignina sem er afar glæsileg.
Minimalísk hönnun einkennir eignina sem er afar glæsileg. Ljósmynd/Airbnb.com
Stórir gluggar hleypa nóg af birtu inn.
Stórir gluggar hleypa nóg af birtu inn. Ljósmynd/Airbnb.com
Guðdómlegt útibaðkar umvafið fallegri náttúru setur punktinn yfir i-ið.
Guðdómlegt útibaðkar umvafið fallegri náttúru setur punktinn yfir i-ið. Ljósmynd/Airbnb.com

Töfrandi bústaður frá 1975

Þessi fallegi bústaður er handsmíðaður og var byggður árið 1975. Hann er í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Austin í Texas og býður gestum sínum upp á einstakt útsýni, notalega stemningu og mikinn sjarma. 

Bústaðurinn státar af tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi og rúmar því allt að fjóra næturgesti hverju sinni. Fyrstu vikuna í júlí kostar nóttin í bústaðnum 747 bandaríkjadali, eða sem nemur tæplega 103 þúsund krónum.

Mikill sjarmi er í bústaðnum sem var handsmíðaður árið 1975.
Mikill sjarmi er í bústaðnum sem var handsmíðaður árið 1975. Ljósmynd/Airbnb.com
Víða má sjá fallegt handverk og smáatriði sem setja svip …
Víða má sjá fallegt handverk og smáatriði sem setja svip sinn á bústaðinn. Ljósmynd/Airbnb.com
Frá húsinu er fallegt útsýni.
Frá húsinu er fallegt útsýni. Ljósmynd/Airbnb.com

Skemmtilegt tréhús með sundlaug

Í Fredericksburg í Texas er að finna skemmtilega hannað tréhús umvafið töfrandi skógi. Húsið er byggt utan um fallegt eikartré og einkennist af skemmtilegu formi og stórum gluggum. 

Pláss er fyrir þrjá næturgesti í tréhúsinu hverju sinni, en þar er eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi. Í byrjun júlí kostar nóttin í húsinu 389 bandaríkjadali sem nemur rúmum 53 þúsund krónum. 

Skemmtilegt form einkennir tréhúsið sem er byggt utan um fallegt …
Skemmtilegt form einkennir tréhúsið sem er byggt utan um fallegt tré í miðjum skógi. Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósir viðartónar spila lykilhlutverk í eigninni.
Ljósir viðartónar spila lykilhlutverk í eigninni. Ljósmynd/Airbnb.com
Hér er hægt að hoppa beint úr kúrekastígvélunum ofan í …
Hér er hægt að hoppa beint úr kúrekastígvélunum ofan í notalegt útibaðkar. Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert