Bríet í góðum félagsskap á Edition í Tókýó

Bríet var stórglæsileg í hvítu.
Bríet var stórglæsileg í hvítu. Samsett mynd

Tónlistarkonan Bríet Ísis Elfar flaug á vit ævintýranna stuttu eftir að tökum á Idol Ísland lauk í febrúar.

Bríet, sem sló í gegn með laginu Rólegur kúreki árið 2020, er komin til Tókýó, höfuðborg Japan, eftir að hafa upplifað dásamlegar og afslappandi stundir á Balí í Indónesíu.

Bríet hefur notið alls þess sem borgin hefur upp á bjóða enda er Tókýó suðupottur menningar, mannlífs og matar. Hún hefur birt þó nokkrar myndir frá ferðinni á samfélagsmiðlinum Instagram og af myndum að dæma þá er hún í góðum félagsskap.

Bríet birti meðal annars mynd af sér ásamt Nick Grimshaw, sem er þekktur sjónvarpsmaður í Bretlandi og Ditu Von Teese, burlesque-dansara og fyrrverandi eiginkonu tónlistarmannsins Marilyn Manson.

Tónlistarkonan gistir á hinu glæsilega The Tokyo Ginza, en það undir hatti Edition-hótelkeðjunnar. Hótelið hélt glæsilega opnunarhátíð á dögunum en það enduropnaði dyr sínar eftir endurbyggingu. Bríet lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.

View this post on Instagram

A post shared by BRÍET (@brietelfar)

View this post on Instagram

A post shared by BRÍET (@brietelfar)

View this post on Instagram

A post shared by BRÍET (@brietelfar)





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert