Bríet naut lífsins á Balí

Tónlistarkonan Bríet Ísis Elfar skellti sér til Balí í febrúar.
Tónlistarkonan Bríet Ísis Elfar skellti sér til Balí í febrúar. Samsett mynd

Tónlistarkonan Bríet Ísis Elfar naut lífsins til hins ýtrasta á Balí í Indónesíu nýverið, en hún skellti sér þangað í sannkallað draumafrí. 

Bríet er ein af þeim sem ákváðu að flýja kuldann og myrkrið í febrúar og safna kröftum á sólríkari slóðum. Hún hefur birt nokkur myndbönd frá ferðinni á TikTok-reikningi sínum, en eins og sést er umhverfið á Balí töfrum líkast og margt að upplifa þar. 

Af myndböndunum að dæma hefur Bríet notið þess að vera í sólinni og upplifað menninguna á Balí, en hún birti einnig myndband af skemmtilegri æfingu sem hún tók við sundlaugarbakkann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka