Af hverju veikjumst við í fríi?

Flensan getur gert manni lífið leitt í sumarfríinu.
Flensan getur gert manni lífið leitt í sumarfríinu. mbl.is/Sverrir

Kannanir hafa sýnt að einn af hverjum tveim upplifa einhver veikindi í fríunum sínum. Sérstaklega á fyrstu dögum frísins.

„Við verðum viðkvæmari fyrir veikindum þegar við slökum á,“ segir Lode Godderis, prófessor í KU Leuven háskólanum í viðtali við La Dernière Heure.

„Þegar við erum að vinna þá er líkaminn undir vissu álagi sem heldur okkur á tánum og á varðbergi. Ónæmiskerfið er líka á varðbergi. Þegar við förum í frí þá erum við rólegri og ýmsir veikleikar láta á sér kræla. Þetta kallast leisure sickness syndrome,“ segir Godderis.

„Konur eru líklegri til þess að veikjast en karlar. Það er vegna þess að konur eru líklegri til þess að starfa við umönnunarstörf eða önnur störf sem krefjast mikillar nálægðar við annað fólk. Þá eru þær einnig líklegri til þess að annast börnin heimafyrir og sinna fleiri húsverkum og eru því undir meira álagi almennt.“

Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem veikist í fríunum sínum missir að meðaltali heila fimm frídaga. „Það að geta ekki notið frísins vegna veikinda hefur slæm áhrif á andlega líðan.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert