Getur frí lagað sambandið við stjúpsynina?

Stjúpmamman er þreytt á hatrinu.
Stjúpmamman er þreytt á hatrinu.

Kona leitar ráða hjá ráðgjafa The Times. Hún vill vinna stjúpsynina á sitt band með góðu fríi. Er það hægt?

Synir manns míns eru fullorðnir en sjá mig enn sem „hina konuna“ sem eyðilagði hjónaband foreldra þeirra. Ég er búin að vera gift föður þeirra í áratug. Ég vil alls ekki vera ástæða þess að þeir verji minni tíma með pabba sínum. Mér finnst mjög leitt að nærvera mín búi til vesen. Gæti gott frí skapað meiri nánd?

Svar ráðgjafans:

Þú vilt greinilega vel og leggur þig fram um að leysa úr málunum. Seinni konunni er alltaf kennt um allt en þetta er ekki þín sök. Það var faðir þeirra sem hélt framhjá og sveik eiginkonu sína. Ábyrgðin er hans.

Það hversu lengi þið hafið verið saman sýnir að alvara sé í sambandinu. Þetta var ekki bara eitthvað út í loftið. 

Þetta er samt viðkvæmt fyrir strákana. Þeir voru unglingar þegar þetta gerðist og það að sýna þér vinsemd hefur líklegast þótt svik við móður þeirra.

Því miður er ekkert til sem heitir frábær og hamingjuríkur skilnaður og það verður alltaf einhver samskiptavandi á milli þeirra sem eiga hlut að máli. En foreldrar verða að gæta þess að börnin líði ekki fyrir það. Kannski er tímabært að vekja máls á líðan þeirra og athuga hvort ekki sé hægt að komast yfir þetta í sameiningu.

Eiginmaður þinn verður líka að leggja sitt af mörkum. Synir hans þurfa að skilja að þó að hann elski þá heitt þá sért þú órjúfanlegur hluti af lífi hans. Allir þurfa að skilja að skilnaður er breyting. Breytingar geta verið af hinu góða.

Hvað fríið varðar þá skaltu forðast að leigja hús saman. Betra er að gista á hóteli þar sem allir hafa eigið hótelherbergi. Þá getur fólk fengið einkatíma þegar tilfinningarnar bera mann ofurliði. Gangi ykkur vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert