Lét uppfæra sig til að fá frið frá fyrrverandi

Kona lét uppfæra sig til að fá frið frá fyrrverandi.
Kona lét uppfæra sig til að fá frið frá fyrrverandi. Unsplash.com/Robert Penaloza

Þrítug kona vakti athygli á samfélagsmiðlum þegar hún deildi með fylgjendum sínum hvernig hún lét uppfæra sig í flugi eftir að hafa sagt upp kærastanum sínum. Hún skildi hann og son hans eftir í almenna farrýminu.

Parið hafði verið saman í rúmt ár og hún hafði myndað tengsl við son hans sem var ekki orðinn tveggja ára gamall.

„Ég gætti hans stundum meðan Matt var í vinnunni (við búum ekki saman en hann gistir heima hjá mér öðru hvoru),“ er haft eftir konunni í People.

Parið ákvað að fara í 10 daga ferðalag og tóku barnið með. En allt fór úrskeiðis.

„Allur minn tími fór í að gæta barnsins meðan Matt var að skemmta sér konunglega. Þá kom einnig í ljós í ferðalaginu að hann var enn í sambandi við barnsmóður sína. Við hættum því saman undir lok ferðalagsins.“

„Í fluginu á leiðinni heim kemur flugfreyja til hans og býður honum uppfærslu á fyrsta farrými. Ég bendi hins vegar á að það hafi verið ég sem keypti flugmiðana og ég ætti því réttinn á uppfærslu. Flugfreyjan vildi meina að ég ætti að sjá um barnið en ég benti henni á að ég væri ekki foreldri barnsins. Eftir töluvert þref fékk ég uppfærsluna og gat því hvílt mig enda uppgefin eftir að hafa séð um barnið allt fríið.“

„Þegar ég fór frá borði fékk ég illt auga frá öllum um borð. Allir héldu að ég hefði skilið eiginmann minn og barn eftir til að njóta fyrsta farrýmis.“

Margir bentu konunni á að kvarta í flugfélagið fyrir að hafa þurft að þola mismunun á grundvelli kyns og að hafa boðið sjálfkrafa karlinum uppfærslu en ekki konunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert