Svona sofnar maður í flugvél

Margir vilja sofa í flugvélum.
Margir vilja sofa í flugvélum. Unsplash.com/Kevin Andre

Margir leggja mikla áherslu á að ná að sofna um borð í flugvél. Það getur hins vegar reynst snúið fyrir suma. 

Sálfræðingurinn Erica Terblanche gefur fylgjendum sínum ráð á samfélagsmiðlum um hvernig má festa svefn í flugvél.

„Aðferðin kallast „going over the alpha bridge“ og er mjög einföld og felur í sér nokkur skref sem þarf að fylgja. Maður á að liggja eða sitja í þægilegri stellingu (sem getur verið áskorun um borð í flugvél en maður þarf samt sem áður að reyna að láta fara vel um sig). Svo á maður að loka augunum og telja upp að 30. Því næst á maður að opna augun bara örlítið, líkt og um hálfmána væri að ræða, og telja upp að fimm. Svo á maður að loka aftur augunum og telja upp að þrjátíu. Svo opna aftur örlítið og telja upp að fimm. Loka augunum og fylgjast með andardrættinum. Flestir sofna eftir eina umferð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert