Vilja takmarka áfengi um borð

Samkvæmt rannsóknum þá er neysla áfengis sérstaklega slæm fyrir hjartað …
Samkvæmt rannsóknum þá er neysla áfengis sérstaklega slæm fyrir hjartað í háloftunum. mbl.is/Colourbox

Rannsóknir hafa sýnt að áfengi og flug hafa neikvæð áhrif á hjartaheilsu. Fræðimenn segja að flugfélög ættu að íhuga að takmarka áfengisneyslu um borð í flugi þar sem loftþrýstingur í háloftum og áfengi setja mikið álag á hjartað segir í umfjöllun The Times.

Á dögunum birtist rannsókn í tímaritinu Thorax en þar kemur fram að áfengi og þrýstingurinn um borð í flugvélum minnkar súrefnisflæðið um líkamann og hækkar púlsinn. Sérstaklega ef fólk sofnar um borð. Þessi áhrif koma fram hjá öllum aldurshópum, einnig hjá þeim sem yngri eru.

„Litið hefur verið framhjá þessum neikvæðu áhrifum áfengis í flugi. Þetta er eitthvað sem má auðveldlega koma í veg fyrir,“ segja vísindamenn við Institute of Aerospace Medicine í Þýskalandi. „Það gæti verið mjög ábótavant að breyta reglunum og takmarka aðgengi að áfengum drykkjum í flugvélum.“

Bent hefur verið á að 7% tilvika um borð eru vegna hjarta- eða æðavanda og í 58% tilvika sem þarf að breyta stefnu vélar þá er það vegna hjartastopps. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert