Flugfreyjan löðrungaði mömmuna

Yvette Fielding hefur lent í ýmsum ævintýrum erlendis.
Yvette Fielding hefur lent í ýmsum ævintýrum erlendis. Skjáskot/Instagram

Breski sjónvarpsþáttastjórnandinn Yvette Fielding rifjar upp ferðaminningar sínar í The Times. Hún á að baki margar litríkar minningar frá ferðalögum sínum um heiminn.

„Fyrsta skiptið sem ég fór í flugvél er mér mjög minnisstætt. Ég var á leiðinni til Spánar með mömmu, ömmu og afa. Mamma var svo flughrædd og það var mikil ókyrrð um borð. Mamma varð svo hrædd að flugfreyjan gaf henni löðrung og skipaði henni að róa sig því hún væri að hræða aðra farþega.“

Orðið flughrædd með aldrinum

„Síðan þá hef ég flogið um heim allan. En það skrítna er að í kringum fimmtugsaldurinn þá fór ég sjálf að verða flughrædd. En maður getur ekki látið hræðsluna aftra sig frá að gera það sem manni langar til. Ég mun alltaf berjast gegn hræðslunni við að fljúga.“

Í fjólubláum jogging galla

Ég hef þurft að ferðast mikið vegna vinnunnar og lent í mörgum ævintýrum. Einu sinni var ég að taka upp þátt í Rúmeníu og var búin að pakka niður í tösku fullt af nýjum fötum. Taskan hins vegar týndist og ég þurfti að vera allan tímann í fjólubláum jogging-galla sem ég hafði klæðst í flugvélinni. Þá þurfti aðstoðarmaður minn að lána mér eitthvað af sínum nærfötum!“

Lúxusfrí á Seychelles

„Nú ferðast ég mest með eiginmanni mínum þar sem börnin eru uppkomin. Við höfum farið í frábær frí til Ítalíu og víðar. Eitt fríið sem lengi verður í minnum haft er fríið okkar til Seychelles. Við höfðum nýlokið upptökum á þáttunum Most Haunted og ákváðum að gera vel við okkur. Við flugum í fyrsta farrými og gistum í villu með sundlaug og garði með aðgang að ströndinni. Við vorum þar í tvær vikur og ég las heilar tólf bækur. Ég gleymi aldrei þessu fríi svo lengi sem ég lifi. Þetta var svo dásamlegt. Það væri gaman að gera eitthvað svona sérstakt aftur þegar við eigum 50 ára brúðkaupsafmæli. Þurfum að byrja að spara.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert