Að eignast barn með nýjum maka

Það er margt sem þarf að ræða þegar von er …
Það er margt sem þarf að ræða þegar von er á nýju barni. mbl.is/Thinkstockphotos

Fyrir skemmstu kom út bókin Gleðilega Fæðingu eftir Tobbu Marinós rithöfund, Hildi Harðardóttir fæðingarlækni og Aðalbjörn Þorsteinsson gjörgæslu- og svæfingalækni. Í bókinni er hulunni er svipt af leyndardómum fæðingarstofunnar og upplýsingar veittar um hvernig má undirbúa sig sem best.

Hvað er töng, hvernig lýtur sogklukka út, er mænurótardeifing hættuleg og hvernig gerir ég fæðingaráætlun svo fátt eitt sé nefnt. Rannsóknir sýna að allur fæðingarundirbúningur styrkir verðandi móður, dregur úr kvíða og eykur líkur á jákvæðri upplifun af fæðingunni. 

Í bókinni er einnig að finna áhugaverðar reynslusögur. Sagan hér að neðan er úr bókinni og vekur verðandi foreldra vissulega til umhugsunar um hvort of mikill tími fari í að velja útlit á barnaherbergið með aðstoð pinterest þegar stóru málin eru órædd. 

<strong>BARN MEÐ NÝJUM MAKA</strong><br/><br/>

„Við maðurinn minn áttum bæði börn af fyrra hjónabandi þegar við giftum okkur. Ári seinna varð ég ólétt og hamingjan á heimilinu mikil. Barnaherbergið var innréttað af mikilli natni og allt tilbúið mörgum mánuðum áður en barnið átti að koma í heiminn.

Í samtali við systur mína áttaði ég mig á því að við höfðum valið heimferðarföt á barnið, straujað rúmfötin og málað herbergið en ekkert rætt um hvernig verkaskiptingu yrði hagað þegar barnið kæmi heim eða hvaða væntingar við hefðum um fæðingarorlofið og tíma okkar saman.

Hvað finnst okkur um snuðanotkun? Skiptumst við á að vakna til barnsins? Erum við sammála um að svefnvenja þurfi barnið sem fyrst? Viljum við hafa gesti fyrstu dagana?

Ég fékk kökk í hálsinn þegar ég áttaði mig á öllum hugsanlegum árekstrum og rifjaði upp hversu illa gekk um tíma hjá mér og fyrri barnsföður mínum einmitt vegna þessa. Við hjónin ákváðum því að fara saman á foreldranámskeið áður en barnið fæddist. Námskeiðið hjálpaði mikið. Þar áttaði ég mig á að ég og maðurinn minn komum frá mjög ólíkum heimilum og höfðum fengið mjög ólíkt uppeldi. Eftir námskeiðið gekk okkur betur að ræða málin. Við

ræddum verkaskiptingu, væntingar og skipulögðum fyrstu vikurnar. Það breytti miklu fyrir heimilislífið.


36 ára kona, annað barn“

Gleðilega fæðingu er ný íslensk bók um undirbúning fyrir fæðinguna …
Gleðilega fæðingu er ný íslensk bók um undirbúning fyrir fæðinguna sjálfa og það sem fram fer á fæðingarstofunni. mbl.is/aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert