Löng og ströng ferð sáðfrumunnar um lífsins lendur

Eftir sáðlát eiga frumurnar um 20 cm langa sundferð að …
Eftir sáðlát eiga frumurnar um 20 cm langa sundferð að egginu sem líkja má við í 2ja km langa sundferð fyrir fullvaxta einstakling við erfiðar erfiðar aðstæður. PhonlamaiPhoto,Thinkstock.com

Þrátt fyrir að fréttir um tilvonandi fjölgun mannkyns sé í flestum tilfellum gleðistund fyrir verðandi foreldra gera fæstir þeir sér grein fyrir því að leið sæðisfrumunnar að egginu og í átt að eiginlegum getnaði er þyrnum stráð. Eftir sáðlát eiga frumurnar um það bil 20 cm langa sundferð að egginu sem líkja má við í tveggja kílómetra langa sundferð fyrir fullvaxta einstakling, ef hlutfallsleg stærð er borin saman við vegalengd. Frumurnar þurfa aukinheldur að finna réttu leiðina inn í leghálsinn og þaðan gegnum eggjaleiðarann inn í annan hvorn eggjastokkin þar sem vonir standa til að egg bíði tilbúið tilbúið að frjóvgast, sem er vissulega ekki alltaf eins og flestir vita. Þessi sundferð getur varað í eina til þrjár klukkustundir og það eru margar frumur, reyndar flestar, sem heltast úr lestinni á langri og strembinni leið.

Vegvísar á erfiðri leið

Sem betur fer, fyrir framtíð mannskyns, þá nýta sæðisfrumurnar sér ýmiskonar vegvísa til að komast á áfangastað. Til dæmis er örlítið heitara í vefnum kringum eggið, sem er vísbending sem sæðisfruman kann að meta. Einnig, eins ótrúlegt og það kann að hljóma, losar eggið frá sér ilm sem lokkar sæðisfrumurnar til sín því þó þær hafi ekki nef þá hafa þær lyktarviðtaka sem þær nýta á þessu mikilvæga ferðalagi sínu að uppruna lífsins. Eins og flestir vita, og kennt hefur verið í kynfræðslu í skólum síðustu áratugi, þá er það aðeins ein fruma sem slær í gegn og frjóvgar eggið en samkeppnisfrumurnar liggja að lokum örendar í valnum.

.Strax eftir að sáðfruman hefur náð því takmarki sínu að …
.Strax eftir að sáðfruman hefur náð því takmarki sínu að frjóvga eggið lokast ytra byrði þess svo að þeir sem á eftir koma, taparar ferðalagsins, stanga stálvegg. Wikimedia

Strax eftir að sáðfruman hefur náð þessu einstaka og erfiða takmarki sínu lokast ytra byrði eggsins svo að þeir sem á eftir koma, taparar ferðalagsins, stanga stálvegg og eiga engan möguleika. Hinsvegar er möguleiki fyrir tvær sæðisfrumur og stöku sinnum fleiri en tvær að frjóvga fleiri en eitt egg þegar fleirburar eru í undirbúningi, tvíburar og í stöku tilfellum fleiri börn. Svo gerist það kraftaverk stöku sinnum að að hið frjóvgaða byrjar að skipta sér fljótlega eftir getnað og verða þá til eineggja tvíburar.

Sæðisfrumurnar ákveða kyn barnsins

Eftir að frjóvgun er lokið liggja litningar beggja foreldrafruma í egginu í allt að sólarhring eftir að hinni eiginlegu frjóvgun er lokið áður en að sameining frumanna hefst. Frumur karlsins, þ.e. sæðisfrumurnar ákveða kyn barnsins því eggfruman inniheldur eingöngu X litning. Sæðisfrumurnar innihalda ýmist X eða Y litninga sem úrskurðar kyn hin ófædda barns, Y litningur sæðisfrumu býr til stráka og X litningur býr til stelpur, svona almennt séð en svo eru á til frávik á þessari tvískiptinu eins og flestir vita.

Eftir að þessi bræðsla hefur átt sér stað byrjar eggið að skipta sér og hið nýja líf er hafið, fyrst skiptist það í tvennt, því næst í fernt og svo koll af kolli þar til fóstrið, hér um 0,1 mm að stærð, heldur af stað í átt að leginu þar sem í ljós kemur hvort lífvænlegar aðstæður bjóðast og meðganga sé í vændum.

Byggt á grein í þýska vefritinu Focus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert