Búa vel þjálfaðir feður til greindari börn?

Margt bendir til að reglulegar líkamsæfingar breyti bæði heila og …
Margt bendir til að reglulegar líkamsæfingar breyti bæði heila og sæði karlkyns dýra sem síðar getur haft áhrif á heila og hugsun afkvæma þeirra.

Margt bendir til að reglulegar líkamsæfingar breyti bæði heila og sæði karlkyns dýra sem síðar geta haft áhrif á heila og hugsun afkvæma þeirra samkvæmt nýrri rannsókn þar sem ferli músa og afkvæma þeirra voru rannsökuð.

Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að ávinningur heilastarfseminnar af líkamlegri þjálfun berist til afkomanda jafnvel þó faðirinn byrji ekki þjálfun fyrr en eftir að hann er orðinn fullorðinn.

Fjöldi rannsókna er til sem sýnir fram á ávinning heilastarfsemi af líkamlegri þjálfun, hvort sem um mýs eða menn sé að ræða. Líkamleg þjálfun styrkir tengsl milli taugafruma og Drekans (e. hippocampus), mikilvægs hluta heilans í tengslum við minni og hæfni til að læra. Sterkari tengsl þarna á milli þýðir almennt skarpari hugsun.


Lífstíll hefur áhrif á genin

Rannsóknir benda einnig til að líkamleg þjálfun, rétt eins og annars konar lífsstíll, geti haft áhrif á það hvernig genin virka og birtingarmynd þeirra hjá afkomendum. Þetta ferli hefur verði þýtt sem utangenaerfðir (e. epigenetics) á íslensku.

Hins vegar hefur það ekki verið ljóst hvort breytingar á heila vegna líkamsþjálfunar gætu einnig haft utangenaerfðaleg áhrif sem myndi leiða til uppbyggilegra breytinga á heila næstu kynslóðar.

Með öðrum orðum, er mögulegt að æfingar foreldra hjálpi til við að búa til greindari börn? Og á þetta ferli sér stað hjá körlum sem leggja „eingöngu“ fram sæði við að búa til börn en ekki móðurkviði með þeim fjölmörgum hormónum, frumum og vefjum sem þar eru og stuðla að vexti barnsins?

Vísindafólk í Miðstöð fyrir taugahrörnunarsjúkdóma í Göttingen í Þýskalandi (e. German Center for Neurodegenerative Diseases) Þýskalandi og fleiri stofnunum skoðaði stóran hóp karlmúsa með sömu erfðafræðilegu eiginleikanna. Þar sem dýrin voru erfðafræðilega sambærileg í byrjun rannsóknarinnar má álykta að munur á líkama þeirra og hegðun sem síðar kom fram sé afleiðing lífsstíls.

Mýsnar voru aldar upp í lágmarkshreyfingu en þegar fullorðinsárum var náð var helmingur þeirra fluttir í búr með rennandi hjólum og öðrum leikföngum og leikjum sem ætluðu að örva líkama sinn og heila.

Virku mýsnar stóðu sig betur á greindarprófunum.
Virku mýsnar stóðu sig betur á greindarprófunum.

Snjallari mýs áttu vel þjálfaða músapabba

Eftir að mýsnar höfðu búið á þessu fjörlega umhverfi í 10 vikur gerði vísindafólkið rannsóknir á heila þeirra og komst að þeirri niðurstöðu að þær höfðu þróað sterkari tauga tengingar en sást í heila músanna sem höfðu ekki verið í hreyfingu. Virku mýsnar stóðu sig einnig betur á greindarprófunum.

Það sem var ekki síður áhugavert var að þegar karlmýs sem höfðu hreyft sig pöruðust með kvenmúsum sem höfðu ekki hreyft sig, þá sýndu afkvæmi þeirra strax frá byrjun merki um öflugari tengsl milli taugafruma og Drekans í heilanum, en músa sem áttu músapabba í kyrrsetu.

Mýs feðra sem höfðu hreyft sig lærðu einnig hraðar og höfðu betra minni en mýs feðra sem ekki hreyfðu sig, jafn vel þó þær hreyfðu sig ekki sjálfar eftir að þær uxu úr grasi.

Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að ávinningur heilastarfseminnar af líkamlegri …
Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að ávinningur heilastarfseminnar af líkamlegri þjálfun berist til afkomanda jafnvel þó faðirinn byrji ekki þjálfun fyrr en eftir að hann er orðinn fullorðinn.


Grein þessi er byggð á umfjöllun vefútgáfu New York Times

Tengill á niðurstöður rannsóknarinnar í Cell reports

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert