Meira leikrými í barnaherbergi Elmars Óla

Olga Helena vildi meira og bjartara rými fyrir soninn sem …
Olga Helena vildi meira og bjartara rými fyrir soninn sem nú er eins og hálfs árs.

Olga Helena Ólafsdóttir breytti nýlega herbergi frumburðarins, Elmars Óla Andrasonar sem er eins og hálfs ár og hér má sjá myndir fyrir og eftir breytingarnar.

Svona leit rýmið út áður, snoturt en breytingin býður upp …
Svona leit rýmið út áður, snoturt en breytingin býður upp á meira pláss til að leika og hafa það kósí.

„Við ákvaðum að breyta herberginu þar sem hann er ekki lengur ungabarn og þarf meira rými til að leika sér með dótið sitt. Vorum með stóra hillu eins og sést á myndinni sem tók of mikið pláss en við vildum að hann hefði stað til að skoða bækur og pláss leika sér þegar honum hentar“, segir Olga Helena.


Olga Helena segir að nýi fölblái liturinn á veggnum heiti Dagur og fáist í Slippfélaginu en aðrar vörur eftir breytingar fáist hjá Vonverslun.is og í Húsgagnaheimilinu. Olga segir að þegar breyta eigi barnaherbergjum telji hún mikilvægt að hafa gott rými í huga fyrir börnin, að þau geti nálgast dótið sitt í herberginu með aðgengilegum hætti. Það sé ekki verra að hirslurnar séu fallegar eins og til dæmis skemillinn sem hún valdi í herbergi Elmars en mikilvægast að þau geti nálgast dótið sitt með einföldum hætti þegar þeim hentar sjálfum. Að sjálfsögðu þurfi líka að huga að því að leikrýmið sé öruggt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert