Áfengisneysla snemma á meðgöngu

Það er ólíklegt að eitt skipti af óhóflegri áfengisneyslu mjög …
Það er ólíklegt að eitt skipti af óhóflegri áfengisneyslu mjög snemma á meðgöngu skaði fóstrið en öðru málið gegnir um stöðuga neyslu alla meðgönguna.

Ung kona uppgötvar að hún drakk óhóflega mikið áfengi mjög snemma á meðgöngu og áður en hún vissi að hún væri með barni. Hún veltir fyrir sér hvort drykkjan gæti hafa skaðað fóstrið. Dagný Zoega, ljósmóðir hjá doktor.is bendir hinni ungu verðandi móður á að lítið sé viðtað um áhrif áfengis á fóstur svona snemma á meðgöngu þegar einungis er um eitt afmarkað tilvik drykkju að ræða. Öðru máli gegnir um mikla drykkju alla meðgönguna – þá ber barnið skaða sem kemur fram sem þroska- og greindarskerðing og einkennandi útlit fyrir "Fetal alcohol syndrome". Það er ekki vitað hversu mikið eða lítið þarf að drekka til að fóstrið beri skaða.

Dagný bendir ungu konunni á að spara sér áhyggjurnar – fóstrið hefur væntanlega rétt verið að taka sér bólfestu þegar þetta henti og því lítið blóðflæði um það og því fremur ólíklegt að það hafi borið skaða af. 

 Greinin inn á doktor.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert