Rasísk mynd veldur hneykslan

Mynd sem birtist í gær á Facebook síðu Ölvers, sumarbúða …
Mynd sem birtist í gær á Facebook síðu Ölvers, sumarbúða KFUM og K, hefur valdið töluverðri hneykslan en þar birtist grínútgáfa af svörtum einstaklingi eða það sem á ensku er kallað „blackface“. Skjáskot af Facebook-síðu Ölvers

Mynd sem birtist í gær á Facebook-síðu Ölvers, sumarbúða KFUM og K, hefur valdið töluverðri hneykslan en þar birtist grínútgáfa af svörtum einstaklingi eða það sem á ensku er kallað „blackface“. Slíkar grínútgáfur voru fyrst notaðar í leikhúsum á 19. og 20. öld af því svörtu fólki var bannað að leika á sviði. Þessi grínútgáfa af svörtu fólki sýnir mjög einhæfa mynd af heilum kynþætti sem glöðum einfeldningum og hefur verið harðlega gagnrýnd af fólki og samtökum sem berjast gegn kynþáttafordómum.

Martina K. Williams vakti fyrst athygli á myndinni en hún á dóttur sem er af blönduðum kynþætti  sem ætlaði einmitt í Ölver í sumar. Henni brá verulega þegar hún sá myndina og voru fyrstu viðbrögð hennar að hringja í barnsföður sinn og tilkynna honum að þau myndu hætta við og fá dvölina fyrir dótturina endurgreidda. Þetta væri bara alls ekki lagi. Sjö ára dóttir hennar fór í Ölver í fyrra og skemmti sér mjög vel og er spennt að fara aftur í sumar. Martina sagði í samtali við mbl.is hún væri þó enn að hugsa málið, það fari eftir því hvernig KFUM og K bregðist við í málinu hvað hún geri. Hún segir að fólk gert svona í hugsunarleysi en ef það komii afsökunarbeiðni frá KFUM og K þá sé hún til í að skipta um skoðun.

Martina K. Williams vakti fyrst athygli á umdeildu myndinni á …
Martina K. Williams vakti fyrst athygli á umdeildu myndinni á Facebook síðu Ölvers sumarbúðanna en hún á dóttur með dökkan húðlit sem er skráð í Ölver í sumar. Hún íhugar að afpanta dvölina en segir ákvörðun sína velta á viðbrögðum KFUM og K. mbl.is/einkasafn

„Ég skil að fólk gæti hugsað að ég sé að bregðast of sterkt við og að það megi hafa gaman af hlutunum. Það á að vera hægt að gera grín að ýmsu eins og unglingabólum eða fyndinni hárgreiðslu frá því maður var unglingur, jafnvel erlendum hreimi. En þetta eru hlutir sem má breyta. Fólk getur ekki breytt sínum húðlit, hann er það sem hann er. Ég á ekki að þurfa að endurmeta minn húðlit til að verða tekin alvarlega og ég get ekki séð hvernig hann er uppspretta fyrir brandara. Þetta snýst ekki um að vera ekki nógu víðsýnn eða taka sjálfan sig of alvarlega, þetta snýst um vanvirðingu, afskiptaleysi og vanhæfni,“ segir Martina.

Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingkona, verkefnastjóri í hverfisverkefni Breiðholts og verkefnastjóri hjá WOMEN samtök kvenna af erlendum uppruna tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni.

„Ertu ekki að grínast í mér! Hverjum í ósköpunum fannst þetta viðeigandi árið 2018? .. Sama dag og Alþingi samþykkir jafna meðferð vegna kynþátta og þjóðernisupprunna sé ég þetta frá KFUM! .. Þeim sem finnst þetta saklaus húmor skortir greinilega að umgangast fólk frá mismunandi uppruna. Skort á því að þekkja og þykja vænt um fólk sem hefur þurft að sætta sig við fordóma, mismun, forvitni vegna húðlit hár eða önnur persónaleg einkenni“

Myndin birtist á Facebook síðu Ölvers, sumarbúða KFUK og KFUM.
Myndin birtist á Facebook síðu Ölvers, sumarbúða KFUK og KFUM. Skjáskot af Facebook-síðu Ölvers

Í samtalið við Fjölskylduna á mbl.is segir Nichole að sér hafi sárnað verulega því hún þekki fólk hérlendis sem hafi verið áreitt vegna húðlitar og fengið svo bara svarið: „æi, ég var bara að grínast“.  En þetta sé ekkert fyndið og alls ekki þegar verið að vinna með ungu fólki og börnum. Staðalímyndir geta verið mjög mótandi fyrir unga krakka og því þarf að stíga sérstaklega varlega til jarðar í slíku starfi. Við þurfum því alltaf að spyrja okkur hvað er grín, hvað er fyndið og hvort einhver þurfi að borga.

Fjölskyldan á mbl.is hafði samband við KFUM og K og  sögðu þau í svari í tölvupósti að yfirlýsing myndi birtast frá þeim á heimasíðu innan tíðar. 

Facebook síða Ölvers

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert