Stórkostlegur stuðningur við Ísland í SOS barnaþorpum

Börnin í barnaþorpi í Addis Ababa í Eþíópíu hafa börnin …
Börnin í barnaþorpi í Addis Ababa í Eþíópíu hafa börnin teiknað íslenska fánann og skreytt spjöld sem á stendur „áfram Ísland“ og „HUH“ fyrir Víkingaklappið. mbl.is/einkasafn

Frábær stemning hefur ríkt meðal barnanna sem búa í Barnaþorpum SOS í víða um heim í tilefni af HM í Rússlandi en síðustu daga hafa stuðningskveðjur til íslenska liðsins borist skrifstofu SOS Barnaþorpanna á Íslandi frá tveimur SOS Barnaþorpum, í Mexíkóborg og Addis Ababa í Eþíópíu.

Það var líka fagnað og hrópað HÚH í Mexíkóborg fyrir …
Það var líka fagnað og hrópað HÚH í Mexíkóborg fyrir Ísland. mbl.is/einkasafn

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur reglulega vakið heimsathygli undanfarin ár fyrir afrek sín á vellinum en athyglin á liðinu hefur aldrei verið eins mikil og núna. Nú eru strákarnir okkar fyrir augum allrar heimsbyggðarinnar á HM í Rússlandi og aðdáendum liðsins fjölgar ört.

Börnin í þorpinu í Mexíkó sendu myndir af sér með íslenska fánann og í Eþíópíu hafa börnin teiknað íslenska fánann og skreytt spjöld sem á stendur „áfram Ísland“ og „HUH“ fyrir Víkingaklappið.

mbl.is/einkasafn

175 börn eru í SOS barnaþorpinu í Addis Ababa og þar styrkja um 30 íslenskir styrktarforeldrar börn með mánaðarlegu framlagi. Í SOS barnaþorpinu í Mexíkóborg eru 47 börn og eru um 20 Íslendingar að styrkja börn þar með sama fyrirkomulagi. Eitt þeirra styrktarforeldra heimsækir þorpið einu sinni á ári. „Jafnvel þótt hann sé bara styrktarforeldri einnar stúlku hérna þá er hann mjög rausnarlegur við hinar stelpurnar líka. Þess vegna fannst þeim mjög ánægjulegt að senda Íslendingum þessa kveðju.“ segir í skilaboðum með einni myndinni.

mbl.is/einkasafn

SOS Barnaþorpin eru ein stærstu barnahjálparsamtök í heimi og sjá umkomulausum börnum fyrir öllum grunnþörfum eins og SOS fjölskyldu og menntun. Alls voru framlög íslenskra styrktarforeldra 392,5 milljón króna árið 2017. Þau styrktu börn í 437 barnaþorpum í 107 löndum með mánarlegum framlögum. SOS foreldri fær reglulega myndir og fréttir af sínu barni og hefur tök á að heimsækja það í þorpið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert