Dansandi kennarar stríða nemendum - myndskeið

Sennilega er fátt jafn hallærislegt í augum stálpaðra barna og …
Sennilega er fátt jafn hallærislegt í augum stálpaðra barna og unglinga og fullorðinn einstaklingur að dansa. mbl.is/thinkstockphotos

Nemendum Bishop Fox-grunnskólans í Taunton var sagt þeir ættu að gera myndband um dvöl sína í skólanum á liðnum árum en kennararnir höfðu aðrar hugmyndir og stálu senunni með dásamlega fyndnum hætti eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði frá BBC. 

Kennarar stálu senunni nýlega af útskriftarnemendum sínum en þeir unnu að myndbandi um dvöl þeirra í skólanum og vönduðu sig greinilega mjög mikið. Ofurstríðnir kennararnir hinsvegar sýndu á sér óvænta hlið og tóku allskyns skemmtileg dansspor, floss-dans, 90' diskóspor og fleira, stundum í búningum,  bakvið grandalausa nemendurna sem vissu ekkert af þessum hliðar(dans)sporum kennaranna.

Myndir, eða myndband í þessu tilfelli segir meira en 1.000 orð en það er erfitt að skella ekki upp úr að þessu gríni kennara á kostnað nemenda sinna.

 Fréttin á vef BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert