8 ráðleggingar til óléttra kvenna  

Breytingarnar á líkamanum eru ætlaðar til að færa barn í …
Breytingarnar á líkamanum eru ætlaðar til að færa barn í heiminn. Aðlagið ykkur þægilegum klæðnaði; farið í heitt bað á kvöldin. Reynið að venja ykkur á að tengjast sjálfum ykkur reglulega. mbl.is/thinkstockphotos

1. Frjósemi

Getnaðarferlið getur oft verið erfitt og þá er hægt að fá aðstoð. Hvort sem það er ættleiðing, staðgöngumæðrun eða jafnvel tæknifrjóvgun. Mikilvægt er að sýna tillitsemi og skilning gagnvart fólki sem vill eignast barn og fer ekki hina hefðbundu leið. Þú ert móðir, og alltaf móðir, hvernig svo sem kemur til.

2. Taktu eftir þinni innri rödd

Þú verður að hlusta á eigin líkama og finna þannig hvað er rétt, og hvað virkar fyrir þig. Er sterkar tilfinningar gera vart við sig skaltu fylgja þeim. Hlustaðu á þá rödd.

3. Líkamsbreytingar

Verið blíðar og hugið vel að ykkur sjálfum. Breytingarnar á líkamanum eru ætlaðar til að færa barn í heiminn. Aðlagið ykkur þægilegum klæðnaði; farið í heitt bað á kvöldin. Reynið að venja ykkur á að tengjast sjálfum ykkur reglulega. Virðið sjálf ykkur í speglinum og talið hlýlega til ykkar. Hlúið að líkamanum og sýnið sjálfum ykkur ást. 

Fæðing er einstakur atburður. Heilög stund – bæði fyrir móður …
Fæðing er einstakur atburður. Heilög stund – bæði fyrir móður og viðstadda. Gott er að hafa einhvern nákominn sér til halds og trausts, eða gott teymi. mbl.is/thinkstockphotos

4. Náttúruleg fæðing

Gleymið hugtakinu „náttúruleg fæðing“. Hver fæðing, hvernig sem hún fer fram, er náttúruleg. Ef vel gengur og hríðir eru bærilegar er ekki þörf fyrir inngrip. Sé sársaukinn yfirþyrmandi er nauðsynlegt að bregðast við. Það skiptir miklu máli að konunni líði eins vel og mögulegt er. Það er engin skömm að því að þiggja deyfingu í stað þess að ganga í gegnum miklar kvalir og erfiðleika. Fæðingin ætti að vera jákvæð upplifun.

5. Að takast á við hríðir

Verkir sem fylgja hríðum eru ólíkir öðrum sársauka. Þeir koma og fara – og eftir því sem líður á verður styttra á milli þeirra. Eftirfarandi ráð gætu komið að góðum notum: róandi tónlist, ilmkjarnaolíur (lavender, neroli eða jafnvel báðar), nudd, eða eins konar brennidepill, til dæmis klukka eða mynd á vegg til að horfa á og draga þannig athyglina frá verkjunum.

6. Að velja gott teymi

Fæðing er einstakur atburður. Heilög stund – bæði fyrir móður og viðstadda. Gott er að hafa einhvern nákominn sér til halds og trausts, eða gott teymi.

7. Brjóstagjöf

Brjóstagjöf getur verið margslungin og reynst sumum konum erfið. Hvernig sem hún fer fram, þ.e. beint af brjósti, að konan mjólki sig og gefi af pela eða notast við þurrmjólk, þá skiptir mestu máli að barnið nærist. Fyrstu tvær til fjórar vikurnar geta reynst erfiðar og þá er eftirlit ljósmæðra góður stuðningur. 

8. Andleg heilsa

Þær konur sem hafa áður glímt við þunglyndi og kvíða ættu að láta vita af því snemma á meðgöngunni. Fæðingarþunglyndi er algengara en marga grunar og getur verið erfitt að greina. Þá getur lyfjagjöf hjálpað í sumum tilfellum en það skal ákveðið í samráði við fagfólk.

Grein þessi er unnin upp úr vefnum cupofjo.com

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert