Pippa Middleton fær meðgönguráðgjöf frá tennisstjörnu

Pippa Middleton við brúðkaup Harry Bretabpins og Meghan Markle. Hún …
Pippa Middleton við brúðkaup Harry Bretabpins og Meghan Markle. Hún er nú komin fjóra mánuði á leið. AFP

Það þykir vísast eðlilegast að Pippa Middleton sæki stuðning og ráð varðandi meðgöngu til eldri systur sinnar, Kate. Hertogaynjan af Cambridge er þriggja barna móðir en hún og eiginmaður hennar William eiga saman prinsinn George Alexander Louis  (f. 2013), prinsessuna Charlotte Elizabeth Diana (f. 2015) og yngsta prinsinn Louis Arthur Charles (f. 2018).

Pippa viðurkennir hins vegar að hún leiti jafnframt mikið til tennisstjörnunnar Serena Williams, en Serena eignaðist sína fyrstu dóttur í september á síðasta ári. 

Pippu er mjög í mun að halda sér í góðu formi í gegnum meðgönguna. Þar sem hún nálgast sinn fjórða mánuð segist hún enn spila tennis reglulega. 

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tennis, bæði að spila hann og sem áhorfandi. Þar af leiðandi vonast ég til að geta spilað tennis jafnt og þétt - en þó á öruggan máta - á meðan meðgöngunni stendur.”

Hún tók saman kosti þess að halda áfram að spila þegar þú átt von á þér; allt frá því að draga úr bakverkjum til að aðstoða við að halda þyngdinni í jafnvægi.

„Eins og til dæmis Serena Williams - hún gerði garðinn frægan þegar hún sýndi og sannaði að konur geti spilað í hæsta gæðaflokki frá fyrstu tveimur mánuðum meðgöngu, fram til áttunda mánaðar. 

„Auðvitað erum við ekki eins og hún, en ef þú ert heilbrigð og í góðri líkamlegri þjálfun - og átt ekki við erfiðleika að stríða á meðgöngunni - þá sé ég enga fyrirstöðu til þess að hætta að spila tennis,” sagði hin tilvonandi móðir.

Hún tók þó fram að hún gæti sín á því að fara ekki fram úr sér: „Ég gef ekki 100% í hverja einustu sveiflu. Þess í stað nýt ég þess að að taka vel á því og losa út ákveðna orku. Eftir því sem líður á meðgönguna hefur mér verið ráðlagt að halda báðum fótum á jörðu þegar ég slæ boltann og forðast snöggar sveigjur og snúninga.”

Pippa ásamt eiginmanni sínum, James Matthews:



 Tennisstjarnan Serena

🖐🏿 days until #Wimbledon 🍓

A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) on Jun 27, 2018 at 1:25pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert